<img height="1" width="1" style="display:none" src="https://www.facebook.com/tr?id=825597734225432&amp;ev=PageView&amp;noscript=1">

Press Release: Tempo Enterprise Software Product Development Business Spins Off Into Independent Company

Tempo Software’s suite of Atlassian Marketplace add-ons will define the next generation of end-to-end project and portfolio management solutions for product development, professional services, and IT teams

REYKJAVIK, Iceland — January 29, 2015 — Nyherji hf. (NASDAQ OMX: NYHR.IC) today said its Board of Directors, following a strategic review of the growth strategies and structure of its subsidiary, TM Software, has approved a plan to separate the company’s privately-held custom web solutions and new product development businesses into independent entities. TM Software will continue as an enterprise software development company in Iceland innovating professional web solutions primarily in the field of tourism and welfare for its customers. The newly established Tempo Software company will support the award winning Tempo Timesheets, Tempo Planner, Tempo Books and the recently acquired FOLIO product line for Atlassian’s JIRA platform from its Reykjavík and Montreal offices. The move to create two standalone businesses within the Nyherji group best positions both software companies to capitalize on their respective growth opportunities in the rapidly growing custom web services and software product development landscape.

“TM Software has been a leading enterprise software company for more than twenty years with an incredibly special pool of talent,” said Agust Einarsson, Tempo Software’s, CEO. “For more than six years, Tempo has delivered enterprise solutions at scale as a leader and visionary within the Atlassian ecosystem. We are excited for the opportunity to pivot our businesses strategically and competitively, and are clear on what we need to do to deliver our 2015 plans and ensure a smooth transition process. Both companies will be better positioned to continue work in the best interests of our businesses, our employees, and our customers.”

The Tempo spin-off marks an important step that will enable each company to be sharper, stronger, and more focussed in their respective markets, with the resources and flexibility to adapt quickly to market and customer dynamics while generating long-term value. With the recent acquisition of FOLIO for JIRA at the end of 2014, Tempo Software will be positioned to deliver a complete end-to-end project and portfolio management solution seamlessly to both on-premise and cloud-hosted JIRA instances, offering resource, capacity, and financial planning, budgeting, forecasting, time tracking, real-time business analytics, and a roll-up of information on the project, program, and portfolio level.

Launched in 2008, Tempo Timesheets was the top Atlassian Marketplace add-on in FY 2012, and was the top-grossing add-on in FY 2013, while Tempo Planner was the top-grossing new add-on in FY 2014. FOLIO for JIRA won the Atlassian Codegeist competition in 2013. More than 6,000 organizations in over 100 countries, including Disney, eBay, Amazon, AT&T, Oracle, BMW, Dell, and Pfizer, use Tempo to work smarter and more efficiently.

HIGHLIGHTS OF THE NEW TEMPO SOFTWARE

  • The Tempo product suite will continue under the Tempo brand.
  • The Tempo team will continue to develop the Tempo product line from its Reykjavík and Montreal offices.
  • Mr. Einarsson will continue as the CEO of the newly founded Tempo Software entity.
  • Finnur Oddsson, CEO of Nýherji, will serve as Chairman of the Tempo Software Board. Gunnar Mar Petersen , CFO of Nýherji, will also serve on the Tempo Software Board.
  • In 2014, Tempo grew by 86% compared to the previous year, with continued growth expected in 2015.

Get Peace of Mind With Tempo

ABOUT TEMPO

Tempo Software, a subsidiary of Nyherji hf., is headquartered in Reykjavik, Iceland. Tempo is a recognized leader and visionary in project and portfolio management solutions for Atlassian’s JIRA platform, with customers ranging from small startups to large-scale distributed and Fortune 50 enterprises with more than 10,000 Tempo users.

Tempo has partnered with more than 80 Atlassian Experts around the globe for resale, training, and consultancy in local languages. To learn more about Tempo partners or becoming a partner, please visit: www.tempoplugin.com/partners

ABOUT NYHERJI HF.

Nyherji hf. is an established Nordic IT services provider with offices in Iceland and Sweden. For over two decades, the company has been a world-class technology supplier, application developer, systems integrator, facilities manager and expert business process consultancy, with corporate roots that can be traced back to 1899 and the inception of “office machines”.  Nyherji aims to be the technology partner of choice for businesses, from the smallest to the largest enterprises. With expertise in understanding and linking the needs of enterprise customers to competitive technology solutions, Nyherji uses its deep knowledge of mission-critical processes, hardware and application requirements, to focus on government and industries sectors with high support needs such as healthcare, financial services, logistics and aviation. For more information, please visit: www.nyherji.is

CONTACT INFORMATION

Jessica VanderVeen
Marketing Director
jessie@temposoftware.com
Tel: (+354) 545 3048

///

Tempo hugbúnaðarfyrirtækið aðskilur sig frá TM Software og verður að sjálfstæðri einingu

Tempo Software vörurnar sem seldar eru á Atlassian Marketplace eru ný kynslóð af verkefna- og eignasafnstjórnunartólum (PPM) fyrir fyrirtæki í vöruþróun, útseldri þjónustu, og upplýsingatækni

Reykjavík, Ísland — 29. janúar, 2015 — Nyherji hf. (NASDAQ OMX: NYHR.IC). hefur samþykkt ásamt stjórn fyrirtækisins að skipta upp dótturfélagi sínu, TM Software upp í tvær sjálfstæðar einingar í kjölfar endurskoðunar fyrirtækisins á framtíðarvexti og skipulagi innan þess. Veflausnadeild og vöruþróunardeild TM Software munu því aðskiljast og verða sjálfstæðar einingar. TM Software mun þó halda áfram störfum sem hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi sem þróa nýjungar í veflausnum á sviði ferða- og heilbrigðisþjónustu. Hin nýja sjálfstæða eining Tempo Software mun halda áfram þróun sinni hinum margverðlaunuðu Tempo vörum fyrir JIRA kerfið hjá Atlassian. Þetta eru vörurnar Tempo Timesheets, Tempo Planner, Tempo Books ásamt hinni nýlega keyptu FOLIO vöru. Rekstur Tempo Software mun áfram vera frá skrifstofum fyrirtækisins í Reykjavík og Montreal. Þessi breyting að búa til tvær sjálfstæðar einingar innan Nýherjasamstæðunnar mun auðvelda einingunum að hámarka vaxtatækifæri sín og styðja við áframhaldandi vöxt þeirra innan veflausna- og hugbúnaðarþróunargeirans.

“TM Software hefur verið leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki í yfir tuttugu ár með góðan hóp af gífurlega hæfileikaríku starfsfólki,” sagði Ágúst Einarsson, Framkvæmdarstjóri, Tempo Software. “Síðastliðinn sex ár hefur Tempo gefið út fyrirtækjalausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðargráðum og með því staðsett sig á markaði sem framsýnt og leiðandi fyrirtæki innan Atlassian vistkerfisins. Við erum gríðarlega spennt yfir því að fá tækifæri til að gera þessar stefnubreytingar innan og okkur er ljóst að við þurfum að ná markmiðum okkar fyrir árið 2015 til að sjá til þess að umskiptin gangi sem allra best fyrir sig. Að þessu loknu munu bæði fyrirtækin munu verða betur staðsett til að halda áfram störfum með það leiðarljós að þetta sé það besta fyrir fyrirtækið, starfsfólkið, og viðskiptavini okkar.”

Aðskilnaður Tempo frá Nýherja samstæðunni er mikilvægt skref í átt þess skerpa á hlutverkum innan samstæðunnar og mun auðvelda einingunum að einbeita sér að sínum mörkuðum ásamt því að geta brugðist hraðar við breyttum aðstæðum á markaði sem mun að lokum skila sér í meira langtímavirði fyrir viðskiptavini. Tempo keypti nýlega fyrirtækið FOLIO eða í lok ársins 2014 og mun Tempo Software því geta boðið notendum sínum upp á lausnir á öllum sviðum verkefna- og eignasafnsstjórnunar (PPM). Þá munu notendur geta valið milli þess að setja upp hugbúnaðinn í sínu eigin umhverfi (Hosted) eða haft aðgang í gegnum tölvuský (Cloud). Tempo hugbúnaðarlausnirnar búa yfir rauntímalausnum fyrir verkumsjón, verkefnastjórnun, fjárhagsáætlanagerð, áætlanagerð, tímaskráningar og skýrslugerð.

Tempo vörurnar hafa unnið margvísleg verðlaun í gegnum tíðina og má þar helst nefna að Tempo Timesheets varan var valin besta Atlassian Marketplace viðbótin fyrir fjárhagsárið 2012, ásamt því að vera valin tekjuhæsta viðbótin fyrir árið 2013. Auk þessa var Tempo Planner var valin tekjuhæsta nýja viðbótin fyrir fjárhagsárið 2014. Þá vann FOLIO, Atlassian Codegeist keppnina árið 2013. Meira en 6,000 fyrirtæki í yfir 100 löndum nota hugbúnaðarlausnir Tempo til að vinna á áhrifaríkari og skilvirkari máta. Þetta eru meðal annars stórfyrirtæki á borð við Disney, eBay, Amazon, AT&T, Oracle, BMW, Dell og Pfizer.

SAMANTEKT AF NÝJA TEMPO SOFTWARE

  • Þróun Tempo varanna mun áfram vera undir merkjum Tempo vörumerkisins.
  • Starfsfólk Tempo mun halda áfram að þróa Tempo vörurnar frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík ásamt skrifstofu þeirra í Montreal.
  • Ágúst Einarsson mun áfram starfa sem framkvæmdarstjóri hinnar nýstofnuðu Tempo Software einingar.
  • Finnur Oddsson, framkvæmdarstjóri Nýherja mun vera formaður stjórnar Tempo Software. Gunnar Már Petersen, Fjármálastjóri Nýherja mun einnig sitja í stjórn Tempo Software.
  • Á árinu 2014, jukust tekjur Tempo um 86% frá starfsárinu 2013. Reiknað er með áframhaldandi vexti árið 2015.

UM TEMPO

Tempo Software, dótturfélag Nýherja hf., er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Tempo vörumerkið er þekkt sem leiðandi og brautryðjandi fyrirtæki í hugbúnaðargerð á sviði verkefna- og eignsafnsstjórnunarlausna (PPM) fyrir JIRA kerfið hjá Atlassian. Viðskiptavinir Tempo eru af öllum stærðum og gerðum en þeir eru allt frá smáum sprotafyrirtækjum yfir í stórfyrirtæki á alþjóðavísu með fleiri en 10,000 Tempo notendur.

Tempo vinnur í dag með rúmlega 80 samstarfsaðilum um allan heim sem sjá um endursölu á vörunum, kennslu á hugbúnaðinum, og almenna ráðgjöf á staðbundnum tungumálum fyrir viðskiptavini. Frekari upplýsingar um Tempo samstarfsaðila má nálgast hér: www.tempoplugin.com/partners

UM NYHERJI HF.

Nýherji hf. er traust og rótgróið upplýsingatæknifyrirtæki með skrifstofur á Íslandi og í Svíþjóð. Í meira en tvo áratugi hefur fyrirtækið verið söluaðili framúrskarandi tækinýjunga, hugbúnaðar, kerfisstýringa, hýsinga og sérfræðiráðgjafar. Nýherji hefur það að markmiði að vera fyrsti kostur þegar kemur að því að velja samstarfsaðila í upplýsingatækni, hvort sem um er að ræða lítil eða stór fyrirtæki. Fyrirtækið býr yfir sérfræðiþekkingu í að leysa vandamál og finna lausnir í upplýsingatækni fyrir fyrirtæki. Nýherji notar sínu miklu þekkingu á hýsingu og rekstri á tölvu- og netkerfum til að þjónusta opinber fyrirtæki og iðnaði sem þarfnast mikils þjónustustigs á borð við heilbrigðis-, fjármála-, vörustjórnunar-, og flugiðnaðinn. Frekari upplýsingar um Nýherja er hægt að nálgast hér: www.nyherji.is

HAFA SAMBAND

Jessica VanderVeen
Markaðsstjóri
jessie@temposoftware.com
Sími: (+354) 545 3048